Fréttir

Fréttir | 09. apr. 2019

Lionsmenn gefa tæki á svæfingadeild HVE á Akranesi

Í síðustu viku tók framkvæmdastjórn HVE á móti 24 félögum úr Lionsklúbbi Akraness sem færðu svæfingadeildinni gjörgæsluvaktara (Monitor B650) og tvo Stryker Prime 1105 sjúklingabekki til notkunar á vökun. Verðmæti gjafanna er um 3,9 m.kr.

Eysteinn Gústafsson formaður klúbbsins afhenti Birni Gunnarssyni yfirlækni svæfingadeildar gjafabréf fyrir tækjunum. Björn færði Lionsklúbbnum innilegar þakkir fyrir þessar veglegu gjafir fyrir hönd stofnunarinnar.  Hann fræddi viðstadda um starfsemi svæfingadeildarinnar og sagði stuttlega frá sögu svæfinga á sjúkrahúsinu á Akranesi sem á sér langa sögu eða allt aftur til ársins 1958.  Að lokum var gestunum boðið til kvöldverðar.

Myndirnar tók Magnús Magnússon frá Skessuhorni.