Fréttir

Frá afhendingu gjafarinnar. F.v. Þura Björk Hreinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Katarina Anna Schumacher fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir deildarstjóri, Þórný Alda Baldursdóttir Lkl. Hörpu og Hrund Þórhallsdóttir yfirlæknir.
Fréttir | 26. maí 2020

Lionsklúbbar á Vesturlandi gefa fæðingarúm til HVE á Akranesi

Í síðustu viku var fæðingadeildinni á Akranesi afhent nýtt fæðingarúm. Gefendur voru Lionsklúbbar á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Verðmæti gjafarinnar er um 2,7 millj. kr. Það var Lkl. Harpa í Stykkishólmi sem hafði forgöngu um samstarf milli klúbbanna um þessa gjöf og afhenti fulltrúi Lkl. Hörpu, Þórný Alda Baldursdóttir, fæðingarúmið fyrir hönd klúbbanna.

Gefendur eru eftirtaldir Lionsklúbbar: Lkl. Agla í Borgarnesi, Lkl. Akraness, Lkl. Bjarmi á Hvammstanga, Lkl. Borgarness, Lkl. Búðardals, Lkl. Búðardals, Reykhóladeild, Lkl. Eðna á Akranesi, Lkl. Harpa í Stykkishólmi, Lkl. Hólmavíkur, Lkl. Nesþinga á Hellissandi, Lkl. Ólafsvíkur, Lkl. Rán í Ólafsvík, Lkl. Stykkishólms og Lkl. Þernan á Hellissandi.

Eldra fæðingarrúm var orðið mjög lúið og tímabært að endurnýja það. Á síðasta ári fæddust 348 börn á HVE Akranesi, þar af voru 174 af starfssvæði HVE eða u.þ.b. 50%.