Fréttir

Myndir frá Skessuhorni, birtar með leyfi
Myndir frá Skessuhorni, birtar með leyfi
Myndir frá Skessuhorni, birtar með leyfi
Myndir frá Skessuhorni, birtar með leyfi
Fréttir | 30. okt. 2019

Hollvinasamtök HVE gefa sjúkrarúm

Á aðalfundi Hollvinasamtaka HVE sl. vor var tilkynnt að samtökin hefðu í hyggju að fara af stað með átak þar sem leitað yrði eftir þátttöku fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana við að fjármagna kaup á sjúkrarúmum.

Átakið hefur gengið vel og í síðustu viku var haldin móttaka þar sem Hollvinasamtökin afhentu stofnuninni 12 sjúkrarúm til viðbótar þeim 5 sem afhent voru á aðalfundinum. Fjölmargir fulltrúar þeirra sem lögðu fé til rúmakaupanna voru viðstaddir.

Steinunn Sigurðardóttir formaður Hollvinasamtakanna sagði frá verkefninu, kynnti nöfn þeirra sem lögðu þeim lið og afhenti síðan forstjóra HVE gjafabréf þessu til staðfestingar.

Forstjóri færði stjórn og fulltrúaráði Hollvinasamtakanna og öllum þeim fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum sem lagt hafa verkefninu lið innilegar þakkir fyrir hönd stofnunarinnar.

Gestirnir fengu að skoða rúmin og þá var merkispjöldum með nöfnum gefenda dreift og þeim falið að merkja rúmin.

Hollvinasamtökin hafa enn og aftur sannað hvers þau eru megnug. Það gleður hve margir hafa nú þegar lagt Hollvinasamtökunum lið en átakinu þar sem enn er nokkur fjöldi sjúkrarúma sem þarft er að endurnýja. Það er mikilvægt að sjúkrarúmin séu góð og uppfylli þarfir sjúklinga á hverjum tíma. Rúmin sem Hollvinasamtökin hafa safnað henta vel fyrir sjúkinga sem leggjast inn á bráðadeildirnar en rúm fyrir þá sem dvelja í hjúkrunarrýmum á stofnuninni eru annars konar.

Hollvinasamtökum HVE og öllum þeim sem lögðuð verkefninu lið eru færðar bestu þakkir.

Eftirtaldir aðilar og fyrirtæki komu að þessari söfnun.

Lionsklúbbur Borgarness,

Bifreiðastöð ÞÞÞ Akranesi,

DalaJötnar efh Búðardal,

Halldór B. Hallgrímsson,

Vignir G. Jónsson efh,

Verkalýðsfélag Akraness,

Trélausnir sf Borgarbyggð,

Sigur-Garðar sf Borgarbyggð,

Kvenfélag Borgarness,

Til minningar um Sigríði Guðjónsdóttur,

Brim hf,

Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi,

FEBAN-kórinn/Karlakórinn Svanir og Tamango á Akranesi,

Hvalfjarðarsveit,

Sparisjóður Strandamanna,

Kvenfélagið 19. júní Hvanneyri,

Trésmiðjan Akur Akranesi, Akraneskaupstaður,

Gísli S. Jónsson efh. Akranesi

Og einnig aðilar sem ekki vildu láta nafn síns getið.