Fréttir

Talið frá vinstri: Anton Ottesen, Gísli Gíslason, Skúli Ingvarsson, Sigríður Eiríksdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, öll frá sjórn Hollvinasamtakanna, Stefán Þorvaldsson yfirlæknir, Valdís Heiðarsdóttir deildarstjóri og Sævar Þór Þráinsson frá Hollvinasamtökunum.
Fréttir | 18. maí 2018

Hollvinasamtök HVE færa Lyflækningadeild gjöf

Á aðalfundi Hollvinasamtaka HVE sem haldinn var 28.apríl færðu samtökin lyflækningadeildinni öndunaraðstoðarvél (Bilevel Positive Airway Pressure) að verðmæti 2,6 m.kr. Steinunn Sigurðardóttir, formaður, afhenti gjöfina og það voru Stefán Þorvaldsson, yfirlæknir og Valdís Heiðarsdóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar sem veittu gjöfinni viðtöku. Stefán þakkaði fyrir þessa höfðinglega gjöf og sagði að tækið myndi koma sér mjög fyrir sjúklinga deildarinnar sem þurfa á öndunaraðstoð að halda. Hann upplýsti að tækið myndi koma í stað annars sem væri orðið gamalt og ekki lengur hægt að kaupa varahuti í.

Að aðalfundi loknum flutti Stefán Þorvaldsson fróðlegt fræðsluerindi um öndunarfærasjúkdóma og að endingu bauð HVE fundarmönnum, sem voru um 50 talsins, upp súpu og brauð.