Fréttir

Hertar aðgerðir vegna Covid 19
Fréttir | 30. júl. 2020

Hertar aðgerðir vegna Covid 19

Hertar aðgerðir vegna Covid frá 31. júlí n.k. út 13. ágúst í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis.

Vinsamlegast kynnið ykkur tilmæli um aðgerðir innanlands sem taka gildi frá 31. júlí hér. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/07/30/Hertar-adgerdir-innanlands-og-a-landamaerum-vegna-COVID-19-fra-hadegi-31.-juli-nk/

 

Eftirfarandi reglur eru nú í gildi hjá HVE:

Símaþjónusta á heilsugæslustöðvum og á göngudeild.

Allir sem þurfa á þjónustu HVE að halda eru hvattir til að hafa fyrst símasamband.

Aðstandendur geta ekki komið ekki með skjólstæðingum í viðtöl og skoðanir hjá HVE nema nauðsynlegt sé.

Lokað er fyrir heimsóknir ættingja og gesta á legu- og hjúkrunardeildir allan sólarhringinn nema í sérstökum undantekningartilfellum.

Allir inngangar á HVE Akranesi eru læstir umrætt tímabil.

 

Þeir sem þurfa þjónustu á dagvinnutíma, hringið bjöllu merkt afgreiðslu.

Þeir sem telja sig þurfa á þjónustu vaktlæknis á síðdegisvakt kl. 16 - 18 er bent á að hringja í síma 432-1000.

Þeir sem þurfa aðra þjónustu utan dagvinnutíma veljið hnappa merktir viðkomandi deild. 

Þeir sem eiga tíma hjá rannsóknarstofu  HVE Akranesi er bent á eftirfarandi:

Bóka tíma í blóðprufu og til að koma með sýni á milli kl. 11 og 12 virka daga í síma 432-1025.  Við inngang við rannsóknadeild er dyrasími þar sem fólk þarf svo að svara nokkrum spurningum áður en það kemur inn.  Inngangur um gamla anddyri.

 

Þeir sem eiga tíma í sjúkraþjálfun á HVE Akranesi er bent á að hringa í síma 432-1166. Inngangur um inngang sjúkraþjálfunar að neðanverðu.

Aðrir skulu ganga inn um aðalandyri.

Hvað varðar fæðingarþjónustu, þá er föður eða einum aðstandanda heimilt að fylgja móður í öllu fæðingarferlinu.

Þá minnir sóttvarnarnefnd HVE á mikilvæg þess að þvo og spritta hendur reglulega.  Nota skal efni við sprittun sem eru með 70% eða hærri styrkleika.  Minnt að viðhafa 2 metra regluna og fara að tilmælum sóttvarnarlæknis.