Fréttir

Heimsóknir á HVE frá 24.desember til og með 2. janúar
Fréttir | 23. des. 2021

Heimsóknir á HVE frá 24.desember til og með 2. janúar

Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir hafa minnstu einkenni sem gætu bent til COVID-19 smits þ.e. (kvefeinkenni, hita, hósta, iðrasýkingareinkenni eða önnur einkenni). 

  • Gestir skulu setja upp hreina einnota andlitsgrímu /maska á meðan heimsókn stendur.
  • Gestir spritti hendur þegar komið er inn á stofnunina og að heimsókn lokinni.
  • Gestir eiga að fara beint inn á stofu sjúklings/herbergi íbúa og mega ekki staldra við á göngum eða í öðrum rýmum s.s. setustofu.
  • Gestir mega ekki taka grímuna niður inni á stofu sjúklingsins og halda þarf tveggja metra fjarlægð.

Heimsóknartímar á handlækninga- og lyflækningadeild HVE á Akranesi

Á legudeildum HVE Akranesi má einn aðstandandi koma í heimsókn á dag og heimsóknartími er ein klukkustund. Tímasetning er samkomulag til að unnt sé að koma til móts við sjúklinga og aðstandendur. Aðstandendur hafi samband við deildina áður.

Börn yngri en 12 ára geta ekki komið í heimsókn.

Heimsóknir eru ekki leyfðar á fæðingardeild.

Heimsóknartímar á Hólmavík og á Hvammstanga 

Heimsóknartímar eru í samráði við starfsmenn deildar og miðað er við að aðeins einn aðstandandi komi í heimsókn á dag.