Fréttir

Frá heimsókn ráðherranna
Fréttir | 04. okt. 2018

Heimsókn ráðherra í HVE Stykkishólmi

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfisráðherra ásamt föruneyti heimsóttu HVE í Stykkishólmi sl. þriðjudag á leið sinni um Vesturland. Óskuðu þau eftir að fá að heimsækja St.Franciskusspítalann, HVE Stykkishólmi og kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir í húsinu í tengslum við sameiningu og flutning hjúkrunarrýma í Stykkishólmi í húsnæði spítalans. Góðar og líflegar umræður voru í byrjun heimsóknar um málefnið og málefni því tengdu, samfélagið og breytingar sem orðið hafa í tímans rás á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu í landinu. Var hópnum fylgt um húsið og breytingarnar kynntar samhliða, auðvelt var að tefjast við glugga spítalans og horfa út á Breiðafjörðinn en útsýni þaðan er alveg einstakt. Ráðherrum VG og föruneyti þeirra eru færðar kærar þakkir fyrir komuna.