Fréttir

Fulltrúar Sambands stjórnendafélaga afhenda starfsfólki HVE Stykkishólmi gjafirnar
Fulltrúar Sambands stjórnendafélaga afhenda starfsfólki HVE Stykkishólmi gjafirnar
Fulltrúar Sambands stjórnendafélaga afhenda starfsfólki HVE Stykkishólmi gjafirnar
Fréttir | 09. jún. 2017

Góðar gjafir til HVE í Stykkishólmi

Þann19.maí sl. var haldinn í Stykkishólmi aðalfundur Sambands Stjórnendafélaga áður Verkstjórasamband Íslands. Af því tilefni gaf sambandið veglegar gjafir til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi. Þetta voru meðferðarljós fyrir húðsjúkdóma og tæki og búnaður til endurhæfingar; æfingastigi, veggfast handa- og fótahjól og körfuboltaspjald með körfu til að hengja á rimla, körfubolti og pumpa.
Þessar gjafir koma að góðum notum fyrir íbúa bæjarins og nærsveitunga sem á þurfa á slíkum meðferðarúrræðum að halda.