Fréttir

Fréttir | 28. nóv. 2017

Góðar gjafir til HVE Borgarnesi

Á árinu 2017 hefur heilsugæslunni í Borgarnesi borist margar gjafir. Að því tilefni var öllum þeim aðilum sem gáfu gjafirnar boðið í kaffi og meðlæti þann 5.október síðastliðinn. Kvenfélag Borgarness gaf skoðunarbekk fyrir mæðraeftirlitið og blóðtökustól, Kvenfélagið 19.júní gaf bókina „fyrstu 1000 dagarnir“ eftir Sæunni Kjartansdóttur og munu allir verðandi foreldrar á árinu 2018 fá eintak af henni að gjöf. Ljósmyndararnir Sigurjón Einarsson og Kristján Ingi Hjörvarsson gáfu myndir sem þeir hafa tekið og Framköllunarþjónustan í Borgarnesi gaf framköllun á striga og prýða þessar myndir biðstofuna og móttökuna. Heilsugæslan fékk peningagjöf til minningar um systkinin frá Mófellsstöðum í Skorradal, fyrir hana voru keypt ný húsgögn á biðstöfu og stólar inná öll viðtalsherbergi stöðvarinnar. Starfsfólk HVE í Borgarnesi eru öllum þessum aðilum afar þakklát fyrir rausnarlegar gjafir sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar eiga eftir að njóta.

Meðfylgjandi myndir eru teknar við þetta tækifæri.