Fréttir

Fréttir | 05. des. 2018

Góðar gjafir á handlækninga- og kvennadeildir

Á dögunum bárust handlækninga- og kvennadeild góðar gjafir frá Sambandi borgfiskra kvenna sem starfar í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Innan sambandsins eru 11 kvenfélög með um 230 félagskonur.
Aðildarfélög sambands borgfiskra kvenna eru eftirfarandi: Kvenfélag Álftaneshrepps, Kvenfélagið Grein, Kvenfélag Hálsasveitar, Kvenfélag Hvítársíðu, Kvenfélagið Lilja Hvalfjarðarsveit, Kvenfélag Lunddæla, Kvenfélagið 19.júní, Kvenfélag Reykdæla, Kvenfélag Þverárhlíðar, Kvenfélag Borgarness og Kvenfélag Stafholtstungna.

Kvennadeildin fékk gulumæli af bestu gerð sem er eins og nafnið gefur til kynna mælir til að fylgjast með gallrauða (bilirubin) í blóði nýbura.
Handlækningadeild fékk thoraxsog svokallað „ferðasog“ sem gerir sjúklingum sem fá lofbrjóst/ samfall á lunga, kleift að fara um með sogið í stað þess að þurfa að vera bundnir við rúmið jafnvel í nokkra daga.
Verðmæti gjafanna er nærri 1,5 m.kr.

Um 20 fulltrúar frá kvenfélögunum mættu til að afhenda gjafirnar sem yfirlæknar og deildarstjórar deildanna veittu viðtöku. Við afhendinguna var kvenfélögunum færðar þakkir fyrir þann góðvilja sem stofnuninni er sýndur með þessum höfðinglegu gjöfum. Viðstöddum var boðið upp á veitingar og var að endingu boðið að fara með leiðsögn um handlækninga- og kvennadeildina.
Meðfylgjandi myndir eru frá afhendingu gjafanna.