Fréttir

Fréttir | 15. okt. 2019

Gjöf til HVE Borgarnesi

Loksins var hægt að hengja upp þessar fallegu myndir sem Þorleifur Geirsson færði Hve Borgarnesi. Myndirnar heita Í blíðu og stríðu og eru báðar teknar við Brákarsund. Blíðviðrismyndin er tekin 7. júlí 2017 og óveðursmyndin 6. okt 2018. Í huga myndasmiðsins eru þær einnig táknrænar fyrir góða og slæma heilsu.

Starfsfólk Hve Borgarnesi þakkar Þorleifi kærlega fyrir þessar fallegu myndir.