Fréttir

Á myndinni eru félagar úr Lkl. Stykkishólms ásamt starfsfólki heilsugæslunnar
Fréttir | 11. jún. 2018

Gjöf til heilsugæslunnar í Stykkishólmi

Föstudaginn 1.júní sl.  komu Lionsmenn færandi hendi á heilsugæsluna í Stykkishólmi.

Þeir færðu okkur öndunarmæli, svokallaða spirometriu sem mun nýtast vel við greiningu og meðferð sjúklinga með öndurarfærasjúkdóma.

Það er gott að vita til þess að félög eins og Lions láta gott af sér leiða fyrir fólkið í bænum.

Við færum þeim bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

Fyrir hönd heilsugæslunnar.

Brynja Reynisdóttir hj.fr., Kristinn Logi Hallgrímsson læknir.