Fréttir

Fréttir | 18. des. 2019

Gjöf frá Oddfellow

 

Miðvikdaginn 27. nóvember sl. afhenti líknarsjóður Rebekkustúkunnar Ásgerðar HVE á Akranesi formlega að gjöf þrjú sjúkrarúm sem bárust fyrir stuttu.

Anna Þóra Þorgilsdóttir aðstoðardeildarstjóri á lyflækningadeild tók við gjafabréfi fyrir hönd stofnunarinnar og færði Rebekkustúkunni innilegar þakkir fyrir þessa veglegu gjöf sem er mikilvægur áfangi í að bæta aðbúnað sjúklinga og starfsmanna.

Oddfellowreglurnar Egill og Ásgerður hafa stutt dyggilega við starfsemi HVE á Akranesi á árinu því í mars sl. tóku fulltrúar HVE á móti höfðinglegum gjöfum í tilefni 200 ára afmælis Oddfellow.

Meðfylgjandi mynd er tekin af þessu tilefni en þar afhenti Rebekkustúkan einnig fulltrúum frá hjúkrunarheimilunum Höfða á Akranesi og Brákahlíðar í Borgarnesi gjafabréf.

Stofnunin færir Rebekkustúkunni bestu þakkir fyrir stuðninginn.