Fréttir

Fréttir | 09. feb. 2021

Gjafir til HVE

Stofnunin nýtur góðs af því að eiga einstaka velunnara sem hafa stutt dyggilega við starfsemina á liðnum árum með kaupum á mikilvægum búnaði og tækjum.

Fyrir tæpum tveimur árum hóf stjórn Hollvinasamtaka HVE söfnunarátak til kaupa á nýjum sjúkrarúmum og var leitað eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka á Vesturlandi.  Fyrirtæki frá Akranesi, Borgarbyggð, Dalabyggð, Hvalfjarðarsveit og Strandabyggð lögðu söfnun Hollvinasamtakanna lið og voru fyrstu rúmin afhend í maí 2019.  Frá því átakið hófst hafa Hollvinasamtökin afhent HVE 25 sjúkrarúm, síðast fimm í desember sl.

Af öðrum góðum gjöfum sem bárust á árinu 2020 má nefna: 

  • Barnaspítalasjóður Hringsins færði kvennadeild HVE mettunarmæli og Neofuff.
  • Fyrirtækið Hallamál færði kvennadeild HVE sjónvarp og lampa á aðra fæðingarstofuna.
  • Kvenfélagið Glæður á Hólmavík færði hjúkrunardeild HVE á Hólmavík þrjár spjaldtölvur.
  • Lionsklúbbur Akraness færði rannsóknadeild skilvindu, handlækningadeild fékk tvo gjörgæsluvaktara ásamt tveimur veggfestingum og hjólastandi og slysa-og göngudeild fékk einn gjörgæsluvaktara á hjólastandi.  
  • Lionsklúbbar á Vesturlandi færðu kvennadeild HVE fæðingarúm. 
  • Lyflækningadeild fékk góðan stól að gjöf frá samstarfsfólki sjúklings.
  • Minningarsjóður Guðfinnu og Sigurbjargar frá Hálsi færði legudeild HVE í Stykkishólmi þrjár göngugrindur, þrjá hjólastóla og flutningsbretti.
  • Sparisjóður Strandamanna færði hjúkrunardeild HVE á Hólmavík tvær spjaldtölvur.
  • Starfsmönnum starfsstöðva var færður ýmiskonar glaðningur á vormánuðum þar sem sýndur var stuðningur og þakklæti eftir að Covidfaraldurinn færðist í vöxt og má í því sambandi nefna að Elkem ákvað í samvinnu við sína starfsmenn að færa starfsmönnum HVE á Akranesi 200 páskaegg sem ætluð höfðu verið þeim sjálfum.

Öllum þeim sem lögðu starfseminni lið með góðum gjöfum á árinu 2020 eru færðar bestu þakkir.

Myndin sýnir Hrafnhildi Ólafsdóttur deildarstjóra kvennadeildar, Þuru B. Hreinsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar og Birnu K. Hallsdóttur deildarstjóra handlækningadeildar við rúm sem Hollvinasamtökin HVE.