Fréttir

Fréttir | 05. jan. 2022

Gjafir frá Hollvinasamtökum HVE

Rétt fyrir áramótin færðu Hollvinasmatök HVE stofnuninni þrjú sjúkrarúm, tvö af gerðinni Eleganza II ásamt rúmgálga/handfangi og Dynaform Mercury dýnu og eitt sjúkrarúm af gerðinni Latera Therma sem svokallað veltirúm. 

Þegar stjórn Hollvinasamtaka HVE hóf söfnunarátak til kaupa á nýjum sjúkrarúmum fyrir tæpum þremur árum var leitað eftir stuðningi og lögðu mörg fyrirtæki, félagasamtök auk einstaklinga frá Akranesi, Borgarbyggð, Dalabyggð, Hvalfjarðarsveit og Strandabyggð söfnuninni lið. Frá því fyrstu rúmin voru afhend vorið 2019 og þar til nú hefur af miklum dugnaði tekist að safna fyrir 28 sjúkrarúmum sem er ótrúlegur árangur.

Hollvinasamtökum HVE og öllum þeim sem lögðu verkefninu lið eru færðar innilegar þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag við að bæta aðbúnað sjúkinga á síðustu þremur árum.

 

Eftirtaldir aðilar komu að þessari söfnun:

Akraneskaupstaður
Bifreiðastöð ÞÞÞ Akranesi,
Brim hf,
DalaJötnar efh Búðardal,
FEBAN-kórinn/Karlakórinn Svanir og Tamango á Akranesi,
Gísli S. Jónsson efh. Akranesi
Halldór B. Hallgrímsson,
Hvalfjarðarsveit,
Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi,
Kvenfélag Borgarness,
Kvenfélagið 19. júní Hvanneyri,
Lionsklúbbur Borgarness,
Sigur-Garðar sf Borgarbyggð,
Sparisjóður Strandamanna,
Til minningar um Sigríði Guðjónsdóttur,
Trélausnir sf Borgarbyggð,
Trésmiðjan Akur Akranesi,
Verkalýðsfélag Akraness,
Vignir G. Jónsson efh,
Og einnig aðilar sem ekki vildu láta nafn síns getið.