Fréttir

Ann Linda og Elín Elísabet sjúkraþjálfarar með kennurunum Lisa Elliott og Pernille Winsløv Wiet
Fréttir | 17. okt. 2019

Fyrstu Schroth Best Practice sjúkraþjálfarar á Íslandi

Nýlega fóru þær Ann Linda Denner og Elín Elísabet Hallfreðsdóttir, sjúkraþjálfarar á Háls- og bakdeild HVE Stykkishólmi,  á námskeið í Danmörku til að læra að  meta og meðhöndla hryggskekkju með svo kallaðri Schroth Best Practice aðferð. Schroth Best Practice aðferðin er sértæk sjúkraþjálfun vegna hryggskekkju.

Schroth aðferðin var fyrst þróuð fyrir nær 100 árum í Þýskalandi af Katharinu Schrot. Bæði dóttir hennar og nú síðast barnabarn, Dr. Weiss, hafa haldið þeirri vinnu áfram. En Dr. Weiss hefur einmitt þróað Schroth Best Practice útfrá upprunalegu aðferðinni. Munurinn felst aðallega í því að æfingarnar eru einfaldari og léttari í framkvæmd, þó þær séu jafn árangursríkar og skili jafn góðum árangri. Þá er meira lagt upp úr því að það sé auðveldara að tengja meðhöndlun og æfingar inn í daglegt líf.

Schroth Best Practice er gagnreind og árangursrík meðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna einstaklinga með hryggskekkju og/eða kyphosis, sama á hvað aldri þau eru eða hver Cobb vinkillinn er.

Nánari upplýsingar:

https://scoliofys.dk/

https://schrothbestpractice.com/

Með þessu hefur Háls- og bakdeildin í Stykkishólmi aukið við þau meðferðarúrræði sem hægt er að bjóða uppá og getur nú einnig boðið upp á sértæka meðferð fyrir einstaklinga með hryggskekkju.