Fréttir

Fréttir | 08. maí 2019

Frá aðalfundi Hollvinsamtaka HVE

Aðalfundur Hollvinasamtaka HVE var haldinn laugardaginn 4. maí 2019 en fimm ár eru liðin frá stofnun þeirra.  Á fundinum afhenti Steinunn Sigurðardóttir formaður samtakanna forstjóra HVE fimm Eleganza sjúkrarúm með dýnum og rúmgálgum.

Á fundinum kynnti stjórn Hollvinasamtakanna söfnunarátak sem hafið er til kaupa á sjúkrarúmum fyrir stofnunina og þegar hafa borist framlög frá einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum fyrir kaupum á nokkrum sjúkrarúmum til viðbótar.

Að aðalfundi loknum flutti Dr. Janus Guðlaugsson fróðlegt og upplýsandi erindi um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa. Að lokum bauð HVE fundarmönnum upp á veitingar.

 

Heilbrigðisstofnun Vesturlands færir Hollvinasamtökunum og öllum þeim sem lagt hafa samtökunum lið með framlögum á síðustu fimm árum innilegar þakkir fyrir hlýhug og mikilvægan stuðning við starfsemi stofnunarinnar.

Meðfylgjandi myndir tók Bjarki Halldórsson.