Fréttir

Á myndinni eru frá vinstri Katharina Schumacher kvensjúkdómalæknir, Dagrún Dagbjartsdóttir formaður líknarnefndar Lkl. Eðnu, Hrund Þórhallsdóttir yfirlæknir og Ásta Björg Gísladóttir formaður Eðnu.
Fréttir | 26. apr. 2018

Eðnukonur gefa ómtæki á kvennadeild HVE Akranesi

Síðasta vetrardag færðu lionskonur úr Lkl. Eðnu kvennadeild HVE á Akranesi veglega gjöf. Um er að ræða ómtæki af gerðinni M7 Diagnostic Ultrasound System að verðmæti kr. 3.797.361.-

Ásta Björk Gísladóttir formaður Eðnu afhenti Hrund Þórhallsdóttur yfirlækni kvennadeildar tækið með góðum óskum og kveðjum frá klúbbnum. Eðnukonur hafa í gegnum tíðina fært stofnuninni margar góðar gjafir og allar þeirra fjáraflanir renna til líknarmála í heimabyggð.

Hrund lýsti notkun tækisins fyrir hópnum. Tækið á eftir að nýtast læknum deildarinnar mjög vel. Það er notað við margs konar greiningar, bæði í kvensjúkdómalækningum og á meðgöngu.

Stofnunin færir Eðnukonum bestu þakkir fyrir þessa kærkomnu gjöf Að afhendingu lokinni var hópnum boðið upp á kaffiveitingar og skoðunarferð um kvennadeildina.