Fréttir

Fréttir | 26. sep. 2017

Dagur hjúkrunarstjórnenda

Föstudaginn 22 sept. komu saman á Akranesi hjúkrunarstjórnendur af Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. Mjög góð mæting var og mikilvægt er fyrir stjórnendur að hittast og skiptast á skoðunum.

Haldnir voru fyrirlestrar um
Þjónandi forystu, Þura Björk Hreinsdóttir hj.fr Akranesi
Úskriftarfræðsla liðskiptasjúklinga símaeftirfylgd. Birna Katrín Hallsdóttir hj.fr Akranesi
Slys í óbyggðum, þyrluflutningur. Sigrún Guðný Pétursdóttir hj.fr Akranesi


Eftir fyrirlestra fór hópurinn í heimsókn til Jóns Guðmundssonar garðyrkjufræðings til að fræðast um ræktun á ávaxtatrjám og einnig í Akranesvitann þar sem Hilmar Sigvaldason fræddi hópinn um vitann og nágrennið.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru þennan dag.
Þökkum kærlega fyrir heimsóknina