Fréttir

Fréttir | 26. maí 2020

Breyting á heimsóknum til sjúklinga

Frá og með 25. maí 2020 taka í gildi nýjar reglur um heimsóknir til sjúklinga.

 

HVE Akranesi og HVE Stykkishólmi

Tveimur aðstandendum er heimilt að heimsækja inniliggjandi sjúklinga í hverjum heimsóknatíma.  Aðstandendur fara beint inn á stofu þess sem þeir heimsækja en ekki önnur rými á deildinni.

Gestir þurfa að virða 2ja metra regluna og spritta hendur við komu á deild og einnig við brottför.

Gestir mega ekki hafa kvefeinkenni, hita, hósta eð önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar.

Handlækningadeild HVE Akranesi
Heimsóknartími er alla daga nema aðgerðardaga, frá kl. 15:00 til 17:00 og frá kl. 18:30 til 19:30.  Engar heimsóknir er leyfðar á aðgerðardögum, nema ef um börn sé að ræða. 

Kvennadeild HVE Akranesi
Heimsóknartími er alla daga nema fæðinga- og aðgerðardag, á milli kl. 15:00 og 17:00 og á milli kl. 18:30 til 19:30.   Einum aðstandanda er leyft að fylgja fæðandi konu og dvelja hjá móður og barni í sængurlegu samkvæmt reglum frá 18. maí.

Lyflækningadeild HVE Akranesi
Heimsóknartími er alla daga frá kl. 15:00 til 17:00 og frá kl. 18:30 til 19:30.

Sjúkradeild HVE í Stykkishólmi
Heimsóknartími er alla daga frá kl. 15:00 til 16:00 og frá kl. 19:00 til 20:00.

 

Undanþágur frá almennum reglum:
Samráð skal haft við hjúkrunarfræðing hverju sinni um mögulegt frávik frá þessum almennu reglum.  Svo sem vegna líknandi meðferðar, vegna illa áttaðra sjúklinga, barna o.s.frv.

 

Hjúkrunardeild HVE á Hólmavík
Heimsóknir eru leyfðar frá 25. maí 2020. Heimsóknartími er alla daga frá  kl. 13:00 til 15:00.
Börnum yngri er 14 ára heimilt að koma í heimsókn frá og með 25. maí.
Tveggja metra nándarmörkum á milli íbúa og aðstandenda er aflétt frá og með 25. maí
Tveggja metra nándarmörk gilda áfram á milli gesta og annara íbúa.
Að fjöldi heimsókna verði aukin í skrefum út maí mánuð og frekari tilslakanir eru ráðgerðar 2. júní 2020.
Gestir þvo hendur og spritta áður en gengið er inn á deildina og einnig við brottför.
Gestir mega ekki hafa kvefeinkenni, hita, hósta eð önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar.

Hjúkrunardeild HVE á Hvammstanga:
Reglur frá 4. maí haldast óbreyttar til 2. júní:
Á hjúkrunardeild HVE á Hvammstanga verða reglur í samræmi við reglur hjúkrunarheimila þar sem nánasta aðstandanda verður heimilað að koma í heimsókn einu sinni í viku og jafnvel oftar ef aðstæður leyfa. Aðeins einn gestur mæti í heimsókn til íbúa á hverjum tíma og þarf að hafa heimild til að koma í heimsókn á meðan að heimsóknarbanni hefur ekki verið aflétt að fullu. Starfsmaður heimilis tekur á móti gesti, fylgir honum rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni. Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis og skulu virða 2ja metra fjarlægðartakmarkanir og forðast beina snertingu við íbúa.