Fréttir

Fréttir | 29. jún. 2021

Bólusetningar - vika 26

 

Astra Zeneca var að detta í hús ásamt Pfizer... svo framundan er stærsta bólusetningarvika HVE.

Við munum bólusetja hátt í þrjú þúsund manns með Astra Zeneca og eitt þúsund með Pfizer. Við munum líka nota Janssen í vikunni.

Á miðvikudag 30/6 verður bólusett á Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Ólafsvík og Grundarfirði.

Á fimmtudag 1/7 verður bólusett á Hvammstanga, Búðardal og Hólmavík.

 

Annað í fréttum af bólusetningum er að skv. reglugerð 745/2021 falla úr gildi sérstök ákvæði reglugerðar 221/2001 m.s.br. um hópa sem eiga rétt á bólusetningu gegn COVID-19 og má því nota bóluefnin skv. aldursmörkum í fylgiseðlum.

Af þessu leiðir að heimilt er að bólusetja börn sem náð hafa 12 ára aldri skv. markaðsleyfi bóluefnisins Comirnaty frá Pfizer/BioNTech ef foreldrar óska þess.

Við vekjum athygli á því að börn á aldrinum 12-15 ára verða ekki boðuð í bólusetningu að svo komnu máli.  En eins og áður segir þá verða foreldrar að óska eftir bólusetningu handa þeim (hve@hve.is).

Þar sem við erum ekki að hefja bólusetningar, einungis að endurbólusetja þá verða bólusetningar handa þessum hópi ekki í boði fyrr en um miðjan ágúst.

 

Við munum gera hlé á bólusetningum frá 14/7 - 4/8 2021. Á Akranesi er síðasti bólusetningardagur fyrir sumarhlé miðvikudagurinn 7. júlí.