Fréttir

Fréttir | 30. mar. 2021

Bólusetningar vegna Covid19

Við á HVE fáum 550 skammta af Astra Zeneca í þessari viku (Vika 13)  sem við munum nota á morgun 31/3 2021, til að bólusetja einstaklinga 70+

Með þessum skömmtum náum við að klára Snæfellsnes, Hvammstanga og Hólmavík.

Í næstu viku koma fleiri Astra Zeneca skammtar og þá klárast einstaklingar 70+  í Búðardal og Borgarnesi

Í viku 15 (11.-17. apríl) verður klárað að bólusetja  70+ á Akranesi.

Í viku 13  fáum við einnig pfizer sem fer í seinni bólusetningu.

Í viku 15 fáum við 420 skammta af pfizer til að hefja bólusetningu. Vinnum áfram í aldursröðinni og/eða eftir nánari fyrrimælum frá Embætti landlæknis (EL).

 

Vekjum athygli á að þetta er áætlun og setjum þetta fram með fyrirvara um breytingar.