Fréttir

Fréttir | 17. maí 2021

Bólusetningar í viku 19 og 20

Bólusettir voru tæplega 1300 einstaklingar á starfssvæði HVE í viku 19.

Hóparnir sem voru meðal annars voru bólusettir eru t.d. einstaklingar á aldrinum 18-64 með undirliggjandi sjúkdóma.

Karlmenn á öllum aldri, starfsfólk/kennarar skóla og leikskóla.

Einnig var byrjað á bólusetningu nr 2 þeirra sem fengu AZ.

Samkvæmt áætlun fáum við í viku 20 mikið bóluefni, tæplega 800 skammta af Pfizer í bólusetningu1, 300 skammta af pfizer í bólusetningu 2, 500 skammta af Janssen og 495 skammta af AZ sem mest allt er áætlað í bólusetningu 2.