Fréttir

Fréttir | 13. apr. 2021

Bólusetningar hjá HVE

Í þessari viku (Vika 15) verða bólusettir um 600 einstaklingar á Akranesi, um 100 í Borgarnesi og tæplega 150 á Snæfellsnesi, 33 fá endurbólusetningu í Búðardal og á Hólmavík.

Á meðal þeirra sem eru að fá bólusetningu eru einstaklingar sem eru að fá endurbólusetningu, einstaklingar 70+, einstaklingar 65+ sem eru á skilgreindum áhættulista frá EL og heilbrigðisstarfsmenn utan stofnanna.

Verið er að bólusetja með AstraZeneca og Pfizer.

Á Akranesi verður bólusett á Jaðarsbökkum.