Fréttir

Fréttir | 06. maí 2021

Bólusetningar á HVE í viku 18

Á starfssvæði HVE verða bólusettir rúmlega 1200 manns í þessari viku.

Verið er að bólusetja einstaklinga fædda 1962-1966. Áfram er unnið með lista frá EL, einstaklinga 18-64 ára með undirliggjandi sjúkdóma. Þá verða bólusettir sumarstarfsmenn í heilbrigðisþjónustu og sjómenn sem eru með langar fjarverur.
Unnið er með þrjú bóluefni, Astra Zeneca, Pfizer og Janssen.