Fréttir

Fréttir | 09. jún. 2021

Bólusetningafréttir

Vika 23

Á Vesturlandi verða gefnir 1400 skammtar af Pfizer, auk skammta af Janssen. Bólusett er á Akranesi og á Snæfellsnesi miðvikudaginn 9/6 og í Borgarnesi, Hvammstanga, Búðardal og Hólmavík fimmtudaginn 10/6.

Einnig er verið að gefa seinni skammt af Astra Zeneca en lítið efni er til af Astra Zeneca í landinu. Allir á okkar starfssvæði fá sinn seinni skammt innan 12 vikna. Ef við fáum meira efni verður hægt að gefa þeim einstaklingum sem eru að óska eftir að fá seinni skammtinn fyrir 12 vikurnar.

Vika 24

Þessi vika verður einnig stór á Vesturlandi, við fáum stóran skammt af Janssen þessa viku – Það verður bólusett á öllum starfssvæðum HVE miðvikudaginn 16/6.

Á nokkrum stöðum náum við að klára fyrri bólusetningu hjá öllum árgöngum sem eiga rétt á bólusetningu.