Fréttir

Fréttir | 26. ágú. 2021

Áframhald bólusetninga á HVE

Bólusetningar á Vesturlandi hafa gengið vel eftir sumarfrí.

Bólusetningar hafa farið fram í Búðardal, á Snæfellsnesi, í Borgarnesi, á Akranesi og Hvammstanga.

Börnum á aldrinum 12-15 ára hefur verið boðin bólusetning, einstaklingum sem fengu Janssen bóluefni og skjólstæðingum á hjúkrunarheimilum hefur verið boðin örvunarbólusetning. 

Framundan er að bjóða örvunarskammt þeim einstaklingum sem eru 60+ og fengu bólusetningu fyrir 6 mánuðum eða meira. Tilkynningar þess efnis má finna hjá hverri heilsugæslu fyrir sig og/eða þá fær fólk boð/sms um tíma- og staðsetningu. Einnig er velkomið að mæta á hvern þann stað innan HVE sem hentar þegar verið er að bólusetja.

 

Næsti bólusetningadagur á Akranesi er miðvikudagurinn 15. september. Bólusett verður á Jaðarsbökkum. Þá koma 12-15ára í seinni bólusetningu, nánara fyrirkomulag og mætingatími verður auglýstur síðar. Einnig verður boðinn örvunarskammtur af Pfizer þeim sem eru 60 ára og eldri þegar liðnir eru 6 mánuðir frá seinni bólusetningu.

Eins og áður eru óbólusettir og þeir sem eiga eftir að klára grunnbólusetningu velkomnir á Jaðarsbakka á meðan á bólusetningu stendur.