Fréttir

Fréttir | 17. apr. 2018

Aðalfundur Hollvinasamtaka HVE

Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verður haldinn á HVE Akranesi laugardaginn 28. apríl kl. 11:00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórn leggur til eftirfarandi breytingu á lögum samtakanna: í 5. gr. falli setningin «Fulltrúaráðið skal kalla til fundar eigi sjaldnar en tvisvar á ári» niður.

2. Afhending tækja til HVE

3. Stefán Þorvaldsson lungnalæknir, yfirlæknir Lyflækningadeildar, flytur erindi: «Bráðameðferð með öndunarvélum á almennri deild»

Að dagskrá lokinni verður boðið upp á súpu,brauð og kaffi.

Hvetjum félaga til að mæta á fundinn. Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin