Velkomin á vef HVE Stykkishólmi

 

HVE Stykkishólmi skiptist í sjúkrahús og heilsugæslustöð.

 

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Stykkishólmi

Austurgötu 7, 340 Stykkishólmur

Sími: 432 1200

Fax 432 1201

Símaafgreiðsla er opin virka daga kl. 08:00 - 16:00

Endurnýjun fastra lyfja virka daga kl. 11-12 í síma 432 1209 og á heilsuvera.is

 

Vaktsími heilsugæslu 1700

Neyðarnúmer er 112 - fyrir slys og bráðatilfelli.

 

Símatímar lækna 

Nýr háttur verður hafður á fyrir símatíma lækna á heilsugæslunni á Stykkishólmi frá og með 1. október 2010. Hringja í móttöku stofnunarinnar og panta símatíma. Læknir hringir svo í viðkomandi. Símatímarnir eru frá kl. 11-12 alla virka daga. Opni símatíminn frá 11:30-12:00 verður aflagður. Þetta er gert með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna og koma í veg fyrir að fólk þurfi að bíða löngum stundum í símanum.

Símanúmer fyrir pantanir símatíma læknis er 432-1200 og er opinn alla virka daga frá kl. 8-16.

 

Lyfjaendurnýjanir

Hægt er að endurnýja lyf sem fólk notar að staðaldri hjá læknariturum heilsugæslunnar. Nauðsynlegt er að hafa nákvæmar upplýsingar um lyfið, heiti þess, styrkleika, hve oft það er tekið á dag, svo og í hvaða apótek á að afgreiða lyfið. Mikilvægt er fyrir sjúklinga að verða ekki lyfjalausir og því best að fá lyf endurnýjuð 3-4 dögum áður en síðasti skammtur er búinn.  Ef um nánari fyrirspurnir um lyf/heilsufarsmál er að ræða skal fá símatíma hjá lækni.

Einnig er hægt að senda inn rafræna beiðni um endurnýjun fastra lyfja til læknaritara heilsugæslustöðvar í gegnum heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands www.hve.is
  - Ekki er hægt að fá fjölnotaseðil eftir þessari leið.
  - Ekki er hægt að fá sterk verkjalyf, ávanalyf eða eftirritunarskyld lyf afgreidd með þessum hætti.
  - Reikna má með að rafræn afgreiðsla lyfja taki 1-2 virka daga 

 

Sími í lyfjaendurnýjun er 432-1209 og er opinn alla virka daga frá kl. 11-12.

Rafræn lyfjaendurnýjun á heilsuvera.is

 

 

 

 

Síðast uppfært 30.06.2016

 

 

 

Heilbrigðisstofnun Vesturlands - Aðalskrifstofur Merkigerði 9, 300 Akranes - S.432 1000 - Kt. 630909-0740 - hve@hve.is - Vefstjóri HVE